fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Mikil hungursneyð á Madagaskar vegna þurrka

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. maí 2021 08:00

Úkraína er meðal stærstu kornframleiðenda heims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex ára langt þurrkatímabil gerir að verkum að mikil hungursneyð er nú á Madagaskar, sem er eyja í Indlandshafi. Fólk borðar engisprettur, termíta, laufblöð og leir til að reyna að halda lífi.

Frá nóvember á síðasta ári og fram í janúar á þessu ári herjuðu verstu þurrkar í 40 ár á suðurhluta eyjunnar. Þetta hefur þau áhrif að uppskeran á næstu mánuðum verður tæplega helmingur af því sem hún er venjulega. Miklir þurrkar hafa verið á eyjunni síðustu sex árin og bættu þurrkarnir í nóvember og fram í janúar gráu ofan á svart.

SÞ segja að þurrkarnir valdi því að rúmlega ein milljón manna skorti sárlega mat.  The Guardian hefur eftir Julie Reversé, hjá samtökunum Læknar án landamæra, að það skipti öllu fyrir eyjaskeggja að uppskeran bregðist ekki því að íbúarnir á suðurhluta eyjunnar séu algjörlega háðir uppskerunni til að fá mat og peninga fyrir það sem þeir geta selt af henni. „Án regns geta þeir ekki haldið út á akrana og brauðfætt fjölskyldur sínar. Sumir hika ekki við að segja að dauðinn bíði þeirra ef ástandið breytist ekki og rigningin kemur ekki,“ er haft eftir henni.

Hungrið hefur orðið til þess að fólk hefur gripið til örþrifaráða til að lifa af. Hjálparsamtök segja að fólk borði engisprettur, termíta, laufblöð og leir.

Það bætti ekki úr skák að í desember skall mikill sandstormur á og þakti akrana með sandi.

Matarhjálp SÞ segir að vannæring meðal barna yngri en fimm ára hafi næstum tvöfaldast á síðustu fjórum mánuðum á flestum svæðum í suðurhluta landsins. Vannæring og skortur á hreinu drykkjarvatni veldur síðan niðurgangi, malaríu og öndunarfærasýkingum. Talsmenn SÞ segja að fullorðnir þjáist einnig af vannæringu og að staðan sé mjög alvarleg. Fólk sé á ystu brún hungursneyðar.

Landbúnaður, fiskveiðar og skógarhögg eru undirstaðan í efnahagslífi eyjunnar og standa undir rúmlega 25% af vergri þjóðarframleiðslu og sjá um 80% vinnandi fólks fyrir vinnu samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum. Landbúnaðurinn er í mikilli hættu vegna ófyrirsjáanlegs og öfgakennds veðurfars sem er afleiðing loftslagsbreytinganna. Hækkandi hiti á heimsvísu og staðsetning eyjunnar í Indlandshafi gerir að verkum að hún er nokkurskonar skotskífa fellibylja, þurrka, flóða og landeyðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú