fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Samningar náðust um vopnahlé á milli Ísraels og Hamas

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. maí 2021 06:00

Eldflaugum var skotið frá Gaza á Ísrael á meðan á átökunum stóð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelska öryggismálanefndin lýsti í gærkvöldi yfir stuðningi við vopnahléssamning við Hamas og önnur samtök Palestínumanna á Gasa. Þar með lauk 11 daga átökum sem hafa kostað á þriðja hundrað mannslíf. Vopnahléið tók gildi klukkan 02 í nótt að staðartíma.

Öryggismálanefndin samanstendur af leiðtogum hinna ýmsu stofnana, þar á meðal hersins, og ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Hún samþykkti einróma að „fallast á tillögur Egypta um skilyrðislaust vopnahlé,“ að því er segir í tilkynningu frá ísraelsku ríkisstjórninni.

Fjölmiðlar í Líbanon segja að Hamas, hryðjuverkasamtökin sem fara með völd á Gasa, styðji tillögu Egypta einnig.

Um leið og Ísraelsmenn staðfestu að þeir sættust á vopnahléstillögu Egypta fóru loftvarnarsírenur í gang í mörgum bæjum í suðurhluta landsins og vöruðu við nýrri flugskeytaárás frá Gasa. Palestínskir fjölmiðlar segja að ísraelskar herþotur hafi gert árásir á skotmörk á Gasa í kjölfarið.

Ákvörðun Ísraelsmanna um að samþykkja vopnahlé var tekin eftir vaxandi þrýsting frá Bandaríkjunum.

Átökin að þessu sinni eru þau hörðustu á milli hinna stríðandi aðila síðan í stríðinu á Gasa 2014. Eins og svo oft áður er enginn sigurvegari eftir átökin. Loftárásir Ísraelsmanna á Gasa hafa valdið miklu tjóni og skert hernaðargetu Hamas en samt sem áður hafa samtökin getað haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael. Að minnsta kosti 232 létust á Gasa og 12 í Ísrael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“