fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

„Djöflakonan“ – Lætur taka embættismenn af lífi ef þeir fara í taugarnar á henni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. maí 2021 21:30

Kim Yo-jong og Kim Jong-un. Mynd: EPA-EFE/KCNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Yo-Jong, systir Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu, er í innsta hring hjá bróður sínum og margir telja hana næstvaldamestu manneskjuna í þessu harðlokaða einræðisríki. Að sögn hefur hún að undanförnu látið taka fjölda manns af lífi, stundum fólk sem hafði unnið það eitt sér til saka að „fara í taugarnar á henni“.

Radio Free Asia skýrir frá þessu. Embættismenn eru sagðir óttaslegnir vegna þessa og kalla þeir hana að sögn „Djöflakonuna“ sín á milli.

Þegar Kim Jong-un sást ekki vikum saman á síðasta ári fór orðrómur á kreik um að hann væri látinn. Var Kim Yo-Jong þá nefnd til sögunnar sem hugsanlegur arftaki hans. Kim Jong-Un tók að sögn fréttum af þessu illa og þá sérstaklega að suður-kóreskir embættismenn sögðu systir hans vera númer tvö í valdaröðinni. Þetta varð hugsanlega til þess að fyrr á árinu var henni vikið úr stjórnmálanefnd Verkamannaflokksins en það er valdamesta stofnun flokksins.

En hún er samt sem áður ein valdamesta manneskja landsins og hefur síðasta hálfa árið látið taka fjölda háttsettra embættismanna af lífi að sögn Radio Free Asia. Í desember er hún sögð hafa látið taka tíu manns af lífi. Það sem af er ári hefur hún að sögn látið taka fjölda fólks, sem stóð bróður hennar nærri, af lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinkonurnar eru báðar látnar

Vinkonurnar eru báðar látnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“

Þingkona úr innsta hring Trump hótar flokksfélögum hefndum ef þeir kyssa ekki vöndinn – „Þá skulum við birta ALLT“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“