fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Rúmlega 20 milljónir Breta hafa lokið bólusetningu við COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 21:00

Bólusetningar ganga vel í Bretlandi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hafa rúmlega 20 milljónir Breta lokið bólusetningu við COVID-19 en þetta eru um 40% fullorðinna. Um 37 milljónir hafa fengið einn skammt af bóluefni hið minnsta en það svarar til um 70% fullorðinna.

Sky News segir að ríkisstjórnin telji að markmið hennar um að bjóða öllum fullorðnum að minnsta kosti einn skammt af bóluefni fyrir júlílok muni nást.

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, sagði að ný gögn sýni hversu mikla vernd bóluefnin veiti og að þau bjargi mannslífum. Hann sagði að bóluefnið frá Pfizer/BioNTech veiti 97% vörn gegn andláti og því sé mikilvægt að fólk láti sprauta sig með seinni skammtinum af bóluefnum til að fá eins mikla vernd og hægt er.

Frá upphafi faraldursins hafa tæplega 128.000 látist af völdum COVID-19 í Bretlandi og tæplega 4,5 milljónir smita hafa greinst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”