fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Belgíska lögreglan leitar að þungvopnuðum hermanni – Ætlar að myrða þekktan farsóttafræðing

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. maí 2021 06:00

Jurgen Conings. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Belgíska lögreglan gerir nú mikla leit að Jurgen Conings, hermanni, sem er þekktur öfgahægrimaður. Hann er þungvopnaður og telur lögreglan að mikil hætta stafi af honum. Hann hyggst meðal annars myrða farsóttafræðinginn Marc Van Ranst, sem stýrir aðgerðum yfirvalda gegn kórónuveirunni.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að Conings starfi sem skotþjálfari og hafi því aðgang að fjölda vopna. Lögreglan telur að hann sé meðal annars með vélbyssu og nokkrar skammbyssur.

Conings hefur ítrekað haft í hótunum við Van Ranst frá því að heimsfaraldurinn braust út. Van Ranst og fjölskylda hans eru nú í felum á öruggum stað og njóta verndar lögreglunnar.

Conings er talinn stórhættulegur og er fólk hvatt til að hafa strax samband við lögregluna ef það sér hann. Ekki sé ráðlegt að reyna að gefa sig á tal við hann.

Lögreglan óttast að hann muni ráðast á fólk eða stofnanir fyrst hann nær ekki til Van Ranst. Belgískir fjölmiðlar segja að hann sé hugsanlega mjög ofbeldisfullur öfgamaður.

Hann skildi að sögn eftir sig fjölda bréfa þar sem hann gefur í skyn að hann sé undir það búinn að berjast gegn lögreglunni fram í rauðan dauðann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags