fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Pressan

Ástralar gagnrýna kínverska leiðtoga harðlega

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 2. maí 2021 12:30

Frá Melbourne í Ástralíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í samningum Kínverja, tengdum hinum nýja Silkivegi þeirra, eru ýmsar gildrur. Þetta segja ástralskir ráðherrar sem hafa fallið frá fjölda samninga við kommúnistastjórnina í Peking. Gagnrýni áströlsku ráðamannanna fer ekki vel í kínversk stjórnvöld því Silkileiðin er „flaggskip“ Xi Jinping, forseta.

„Ég tel að hér sé gripið til aðgerða með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar. Við erum varkár og höfum hugsað þetta til enda,“ sagði Marsie Payne, utanríkisráðherra Ástralíu, í samtali við ABC News.

Áætlun Kínverja um nýjan Silkiveg er langtímaáætlun um að endurgera verslunarleiðina á milli Kína og Evrópu með gríðarlegum fjárfestingum í járnbrautum, höfnum, vegum og öðrum innviðum. ESB hefur einnig gagnrýnt Kínverja fyrir að hygla kínverskum hagsmunum á kostnað þeirra landa sem þeir semja við.

Samband Ástralíu og Kína hefur verið stirt um langa hríð. Nú hefur ástralska ríkisstjórnin nýtt sér ný lög og sagt upp tveimur samningum Kínverja við Victoria ríki í Ástralíu. Þetta er gert til að vernda ástralska hagsmuni. Kínverska sendiráðið í Ástralíu segir þetta vera „ögrun“.

Þetta er í fyrsta sinn sem ástralska ríkisstjórnin kemur í veg fyrir samning á milli eins af ríkjum landsins við annað land. Utanríkisráðuneytið hefur einnig sagt upp samningum við Íran og Sýrlandi á grunni nýju laganna. „Samningarnir stríddu gegn utanríkisstefnu okkar eða voru skaðlegir fyrir samband okkar við önnur ríki,“ sagði Payne.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”