fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

„Stúlkan í steypunni“ er að gera netverja vitlausa – Sérð þú af hverju?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 06:06

Hvernig stendur á þessu? Mynd:MK23ever/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega birtist meðfylgjandi mynd á samfélagsmiðlinum Reddit og hefur hún valdið mörgum Netverjum miklu hugarangri. Eins og sést þá er stúlka á myndinni og virðist hún vera grafin að hálfu á milli gangstéttarsteina og steypu.

„Dóttir mín, hvar er afgangurinn af henni?“ skrifaði MK23ever, sem er notandanafn þess sem setti myndina inn á Reddit, við hana. Hún vakti strax mikla athygli og margir hafa tjáð sig um hana. Eftir að Tim Kietzmann, prófessor við Donders Institute for Brain, Cognition and Behaviour deildi myndinni á Twitter var eins og flóðgáttir opnuðust hvað varðar viðbrögð fólks við myndinni.

Fljótlega fékk stúlkan á myndinni viðurnefnið „Gangstéttarstúlkan“.

Margir hafa velt fyrir sér hvort stúlkan sé föst á milli gangstéttarsteina og steypu. En sem betur fer þá er það nú ekki svo.

Þeir sem skoða myndina náið sjá að stúlkan stendur við hlið steinveggjar sem er eins á litinn og gangstéttarsteinarnir á bak við hana. Hér er því ekki um neitt annað að ræða en sjónblekkingu sem verður öflugri af því að stúlkan styður olnboga á topp steinveggjarins og því virðast veggurinn og gangstéttarsteinarnir vera eitt.

Skýringarmynd varpar ljósi á málið. Mynd:MK23ever/Reddit
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?