fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Lýsti eftir konu sinni í sjónvarpinu – Málið sem skekur Kína

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. maí 2021 06:13

Xu Guoli kom fram í sjónvarpi og lýsti eftir eiginkonu sinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlí á síðasta ári hvarf Lai Huili frá heimili sínu í Hangzhou í Kína. Skömmu síðar tilkynnti eiginmaður hennar, Xu Guoli 55 ára, lögreglunni um hvarf hennar. Hann sagði hana hafa horfið að næturlagi á meðan hann svaf.

Lögreglan hóf þegar leit að Lai Huili og Xu Guoli kom margoft fram í sjónvarpi þar sem hann skýrði á yfirvegaðan hátt frá því að eiginkona hans hefði yfirgefið heimili þeirra að næturlagi. Hann hét einnig háum verðlaunum, sem svarar til um tveggja milljóna íslenskra króna, handa þeim sem gætu komið með upplýsingar sem leiddu til þess að hún fyndist. South China Morning Post skýrir frá þessu en kínverskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið að undanförnu.

Fram kemur að lögreglan hafi lagt mikla vinnu í rannsókn málsins. Meðal annars var farið yfir um 6.000 klukkustundir af efni úr eftirlitsmyndavélum nærri heimili hjónanna. En ekkert sást á þessum upptökum. Lögreglan komst því að þeirri niðurstöðu að Lai Huili hefði líklega ekki yfirgefið íbúðina um miðja nótt eins og eiginmaður hennar hélt fram.

Lögreglan beindi því sjónum sínum að Xu Guoli. Ákveðið var að tæma rotþró fjölbýlishússins, sem hjónin bjuggu í, og einnig voru 38 ruslabílar rannsakaðir. Þetta bar árangur því í rotþrónni fundust líkamsleifar Lai Huili.

Xu Guoli var því handtekinn og fljótlega viðurkenndi hann að hafa myrt eiginkonu sína.

Lai Huili

 

 

 

 

 

Málið var nýlega tekið fyrir dóm og þar kom fram að saksóknarar  telja að Xu Guoli hafi lengi unnið að skipulagningu morðsins eða allt frá 2018 en þá slettist upp á vinskap hjónanna. Þessu neitaði hann og sagðist ekki hafa skipulagt morðið. Saksóknarar sögðu hins vegar að kvöldið áður en hann myrti eiginkonu sína hafi hann sett eitthvað í munn hennar svo hún missti meðvitund. Því næst hafi hann sett límband yfir munn hennar og síðan dregið hana inn í baðherbergið þar sem hann skar lík hennar í hluta og setti síðan í hakkavél áður en hann sturtaði hlutum þess niður í salernið og henti öðrum í ruslið.

Xu Guoli var sakfelldur fyrir morð en refsing hans hefur ekki enn verið ákveðin. Áður en dómur var kveðinn upp bað 13 ára dóttir hans dóminn um að dæma hann ekki til dauða því þá myndi hún standa eftir foreldralaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn