Ákveðið var að hætt verði að krefjast þess að fólk noti andlitsgrímur á hinum ýmsu stöðum þegar búið er að bjóða öllum 16 ára og eldri bólusetningu. Samkvæmt áætlun á því að vera lokið í ágúst. Einnig verður slakað á kröfum um hið svokallaða kórónuvegabréf og notkun þess en hún hefur þótt tímafrek.
Eins og er þarf meðal annars að nota andlitsgrímur í almenningssamgöngufarartækjum, verslunum, hárgreiðslustofum og afgreiðslum fyrirtækja, einnig þurfa foreldrar að nota slíkar grímur þegar þeir sækja börn á leikskóla.
Samkvæmt samningi næturinnar verður gengið endalega frá samningi um afléttingu grímuskyldunnar í júní þegar betur verður ljóst hvernig bólusetningar ganga.