fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Pressan

Danir tímasetja hvenær hætt verður að krefjast þess að fólk noti andlitsgrímur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 06:15

Mynd úr safni. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsku þingflokkarnir náðu í nótt samkomulagi um frekari afléttingu sóttvarnaaðgerða og hvenær á að hætta að krefjast þess að fólk noti andlitsgrímur. Krafan um notkun andlitsgríma hefur verið töluverður þyrnir í augum hægri flokkanna sem hafa lengi viljað falla frá kröfu um notkun þeirra.

Ákveðið var að hætt verði að krefjast þess að fólk noti andlitsgrímur á hinum ýmsu stöðum þegar búið er að bjóða öllum 16 ára og eldri bólusetningu. Samkvæmt áætlun á því að vera lokið í ágúst. Einnig verður slakað á kröfum um hið svokallaða kórónuvegabréf og notkun þess en hún hefur þótt tímafrek.

Eins og er þarf meðal annars að nota andlitsgrímur í almenningssamgöngufarartækjum, verslunum, hárgreiðslustofum og afgreiðslum fyrirtækja, einnig þurfa foreldrar að nota slíkar grímur þegar þeir sækja börn á leikskóla.

Samkvæmt samningi næturinnar verður gengið endalega frá samningi um afléttingu grímuskyldunnar í júní þegar betur verður ljóst hvernig bólusetningar ganga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 1 viku

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin