fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Flugmaður hjá Bandaríkjaher segist hafa séð mörg hundruð fljúgandi furðuhluti

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. maí 2021 07:00

Skjáskot úr myndbandi frá Bandaríkjahers af óþekktum fljúgandi hlut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Graves, fyrrum lautinant hjá bandaríska flughernum, segist hafa séð óþekkta fljúgandi hluti, UFO, á bannsvæði undan strönd Virginíu nær daglega í tvö ár. Hann segir að þetta hafi hafist í ársbyrjun 2019. Þetta kemur fram í viðtali við hann í fréttaþættinum 60 Minutes.

Hann segir að þessir hlutir hafi líkst þeim sem sjást á upptökum sem liðsmenn sjóhersins gerðu og hafa verið birtar. Varnarmálaráðuneytið hefur staðfest að þær upptökur séu ófalsaðar en þær voru gerðar nærri San Diego. Graves segir að þessir óþekktu fljúgandi furðuhlutir séu ógn við öryggi Bandaríkjanna.

Frásögn Graves kemur aðeins mánuði áður en yfirvöld birta skýrslu frá bandarískum leyniþjónustustofnunum um óþekkta fljúgandi furðuhluti.

Í þættinum, sem var sýndur í gærkvöldi, sagðist Graves vera áhyggjufullur. Hann sagði að ef um herflugvélar frá öðru ríki hefði verið að ræða þá væri það stórmál. „En af því að þessir hlutir líta aðeins öðruvísi út erum við ekki reiðubúin til að horfast í augu við vandann. Við sættum okkur við að hunsa þá staðreynd að þessir hlutir eru þarna alla daga, fylgjast með okkur alla daga,“ sagði hann.

Hann sagði að erfitt væri að útskýra hvað þetta væri. Hlutirnir snúist, fljúgi í mikilli hæð. „Ég veit ekki. Ég veit ekki hvað þetta er, í hreinskilni sagt. Ég myndi segja að líklega sé verið að fylgjast með okkur og hvort hætta stafi af okkur,“ sagði hann.

Fyrrum embættismaður, sem vann við rannsókn á málum tengdum óþekktum fljúgandi hlutum, árum saman sagði að þessir hlutir búi yfir tækni sem sé  miklu fremri þeirri tækni sem mannkynið ræður yfir. Hér sé um hluti að ræða sem geti flogið á allt að 20.000 km/klst, sjáist ekki á ratsjám og geti flogið í gegnum loft og vatn og hugsanlega úti í geimnum. Ekkert á þeim bendi til að hreyflar séu á þeim, engir vængir en samt sem áður geti þeir flogið óháð þyngdarafli jarðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu