fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Dómsdagsæfingin heppnaðist ekki vel – Gátu ekki komið í veg fyrir árekstur loftsteins við jörðina

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. maí 2021 22:30

Áhrifasvæði árekstursins var stórt. Mynd: NASA/JPL-Caltech/Paul Chodas/CNEOS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað er til ráða ef risastór loftsteinn stefnir á jörðina? Þetta er spurning sem vísindamenn hjá Bandarísku geimferðastofnuninni NASA, Evrópsku geimferðastofnuninni ESA og fleiri stofnunum reyndu nýlega að svara á æfingu.

Geimferðastofnanirnar tvær stóðu nýlega fyrir stórri æfingu til að kortleggja getu okkar til stöðva risastóran loftstein sem stefnir á jörðina. Sú sviðsmynd var sett upp að skammur tími væri til stefnu þar til stór loftsteinn lenti í árekstri við jörðina.

Æfingin fékk nafnið 2021 PDC (Planetary Defence Conference). Á henni uppgötvuðu vísindamenn þann 19. apríl að loftsteinn, sem var um 57 milljónir kílómetra frá jörðinni, stefndi í átt að henni. Þetta er um þriðjungur fjarlægðarinnar á milli jarðarinnar og sólarinnar. Þegar leið á æfinguna kom í ljós að loftsteinninn var um 105 metra langur og myndi skella á jörðinni eftir sex mánuði. Loftsteinn af þessari stærð getur gjöreytt stórborg og haft mikla eyðileggingu í för með sér á mun stærra svæði.

Loftsteinar af þessari stærð lenda í árekstri við jörðina á um 5.000 ára fresti að meðaltali.

Á æfingunni urðu vísindamennirnir að reyna að finna leiðir til að koma í veg fyrir árekstur loftsteinsins við jörðina. En þeir komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hægt eins og staðan er núna. Það þarfnast margra ára undirbúnings að senda geimfar út í geim sem gæti ýtt við loftsteini og breytt stefnu hans.

Í ljós kom að það þarf lengri viðbragðstíma en sex mánuði til að geta sprengt loftstein af þessari stærð en það væri hægt með því að skjóta kjarnorkusprengjum á hann. En ef grípa á til þessarar aðferðar þarf að hafa í huga að þetta getur einnig orðið til þess að loftsteinninn brotni í minni hluta sem skella síðan á jörðinni og lenda á fleiri stöðum en ef loftsteinninn skellur á henni í sinni upprunalegu mynd. Af þessum sökum eru kjarnorkuvopn talin algjör neyðarlausn. Betri lausn þykir að láta þungt geimfar lenda í árekstri við loftsteininn og þannig ýta honum af braut sinni þannig að hann fari fram hjá jörðinni. En það þarf að smíða geimfarið, það þarf að fljúga því að loftsteininum og reikna verður með að loftsteinninn breyti braut sinni áður en geimskipið kemur að honum og við því verður að vera hægt að bregðast.

Æfingin endaði með að loftsteinninn skall niður í Austur-Evrópu. En þar sem fylgst hafði verið náið með ferðum hans var hægt að aðvara íbúa og stjórnvöld um yfirvofandi árekstur og flytja þá á brott. Einnig var æft hvernig á að haga samskiptum við almenning ef staða sem þessi kemur upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki