Það voru vísindamenn við Chaim Sheba Medical Centre í Ísrael sem rannsökuðu þetta að sögn Sky News. Þeir komust að því að fólk með BMI á milli 25 og 29,9 er 22% líklegra til að smitast af veirunni. Fólk sem er með BMI á milli 30 og 34,9 er 27% líklegra til að smitast af veirunni og þeir sem eru með BMI yfir 40 eru 86% líklegri til að smitast.
Rannsóknin byggist á sýnatöku úr 26.030 manns frá 16. mars til og með 31. desember 2020. Af þeim greindust 1.178 með kórónuveiruna.
Þegar búið var að taka tillit til aldurs, kyns og sjúkdómssögu voru tengsl BMI og líknanna á að greinast með veiruna mjög skýr. Í niðurstöðu rannsóknarinnar segja vísindamennirnir að þegar BMI er yfir því sem eðlilegt telst aukist líkurnar á að greinast með kórónuveiruna, þetta á einnig við þegar búið er að taka ýmsar breytur inn í útreikningana.