fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Fann 100.000 býflugur heima hjá sér – Ekki í fyrsta sinn sem hún lendir í þessu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. maí 2021 08:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lisa Ohrmundt hefur búið í sama húsinu í Decatur í Georgíuríki í Bandaríkjunum í 14 ár. Á þeim tíma hefur hún þurft að láta fjarlægja býflugur úr húsinu fjórum sinnum og er þá ekki verið að tala um nokkrar flugur í einu.

CNN hefur eftir henni að í maí 2017 hafi þurft að fjarlægja stórt bú, með um 120.000 flugum, nokkrum árum síðar hafi lítið bú verið fjarlægt og nýlega hafi þurft að fjarlægja annað lítið bú og nú síðast bú með um 100.000 flugum. Hún sagðist vonast til að þetta hefði verið í síðasta sinn sem býflugur koma sér upp búi í húsinu.

Hún sagðist hafa tekið eftir að býflugur flugu meðfram húsinu og hurfu síðan. „Þú sérð þær fara inn og út og hugsar með þér: „Þetta er undarlegt!“,“ sagði hún og bætti við að fjöldi flugna hafi farið inn í húsið og að nær stöðugt hafi 20 til 25 flugur verið við útidyrnar.

Hún sagði að eftir að fyrsta búið var fjarlægt hafi nágranni hennar sagt henni að fyrri eigandi hússins hafi einnig þurft að láta fjarlægja býflugnabú. CNN hefur eftir Bobby Chaisson, hjá Georgia Bee Removal, að ómögulegt sé að segja af hverju flugurnar eru svona hrifnar af húsi Ohrmundt. „Þær elska bara þetta hús. Ég veit ekki af hverju, það er eins og það sé merki á húsveggnum sem á stendur: „Býflugur velkomnar. Gjörið svo vel að flytja inn.“,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að búin í húsinu hafi verið mjög stór því meðalstærð búa sé um 40.000 flugur og því hafi búin í húsinu verið risastór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin