Hún upplifði oft að sokkar hurfu í þvottavélinni eða þurrkaranum. Henni datt í hug að einhver væri alltaf að brjótast inn hjá henni til að stela sokkum en þótti það samt frekar ólíkleg skýring. Þegar hún skoðaði þurrkarann sinn sá hún orsökina fyrir sokkahvarfinu.
Hún birti mynd á Twitter sem hefur farið á mikið flug. Myndin er þó tekin af hjónum nokkrum sem höfðu fundið skýringu á þessu eins og hún. Sokkarnir voru einfaldlega í síunni á þurrkaranum. Hjónin vinna sem húsverðir í nokkrum fjölbýlishúsum. Dag einn ákvað maðurinn að taka nokkra þurrkara í sundur og í þeim fann hann fjöldann allan af sokkum auk sjö dollara í reiðufé.
Tíst Sarah á Twitter virðist hafa vakið marga til meðvitundar um að sokkar geti endað í síum þurrkara. Það er því rétt að hreinsa þær reglulega.