fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Ný uppfinning – Getur greint COVID-19 og fleiri banvæna sjúkdóma á nokkrum mínútum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. maí 2021 08:00

COVID-19 sýni rannsökuð. Mynd:EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teymi hugvitsmanna, undir forystu ítalans Marco Donolato, sem starfar í Kaupmannahöfn hefur verið tilnefnt til European Inventor Award 2021 í flokknum rannsóknir. Teymið er tilnefnt fyrir uppfinningu á tæki sem getur greint smitsjúkdóma á borð við COVID-19, beinbrunasótt og aðra sjúkdóma, sem geta verið banvænir, á nokkrum mínútum. Talið er að uppfinningin geti bjargað milljónum mannslífa í fátækustu ríkjum heims. Ekki skemmir fyrir að tækið er hræódýrt en það kostar sem svarar til um 50 íslenskra króna.

Um er að ræða tæki sem notar geislalesara, svipað þeim sem eru í Bluray spilurum, sem með lasergeisla til að „sjá“ í gegnum blóðdropa og bera kennsl á mótefnisvaka eða mótefni gegn veirum á borð við beinabrunasótt, zikaveiru og fleiri. Greiningin tekur innan við 15 mínútur.

Í maí kemur ný og bætt útgáfa af tækinu á markað en með henni er einnig hægt að greina mótefni gegn COVID-19 og tekur það tækið sex mínútur að greina hvort mótefni gegn COVID-19 er í blóðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys