fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Pressan

Kórónuveirusýnataka kostar Dani 1,2 milljarða á dag

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. maí 2021 06:59

Kórónuveirusýni tekið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýnataka, sýnataka og sýnataka. Þetta er það sem dönsk stjórnvöld leggja mikla áherslu á í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og er ekkert til sparað til að fólk eigi auðveldan aðgang að sýnatökum. Þær kosta ekkert og er fólk hvatt til að fara í sýnatöku ef það hefur grun um að það sé smitað en einnig þótt það hafi enga ástæðu til að ætla að svo sé. Að auki þarf að sýna svokallað „kórónuvegabréf“ þegar farið er á veitingastaði, í bíó, á tónleika og í klippingu, svo eitthvað sé nefnt.

Þetta hefur í för með sér að tæplega hálf milljón sýna er tekin á sólarhring. Þetta kostar ríkissjóð um 60 milljónir danskra króna á dag en það svarar til um 1,2 milljarða íslenskra króna. Þetta sýna útreikningar Danska ríkisútvarpsins og tók Jes Søgaard, prófessor í heilbrigðishagfræði við Syddansk háskólann, undir þessa niðurstöðu. „Danmörk er eitt þeirra ríkja heims sem tekur flest sýni. Það hefur átt sinn þátt í að við höfum ekki lent í þriðju bylgjunni. Ef við myndum fá nýja og öfluga bylgju, eins og gerðist í Þýskalandi, myndu sóttvarnaráðstafanir kosta okkur minnst 2,3 milljarða (danskra króna, innsk. blaðamanns) á viku,“ hefur Danska ríkisútvarpið eftir honum. Hann sagði að peningunum, sem fara í sýnatökuna, sé því vel varið.

Miðað við þann fjölda smita sem greinast daglega má kannski segja að það kosti sem svarar til 1,5 milljóna íslenskra króna að finna hvert smit. Lone Simoensen, prófessor og farsóttafræðingur við háskólann í Hróarskeldu, sagði að þessum peningum væri vel varið. „Sýnataka er stór hluti af skýringunni á að við höfum haft stjórn á faraldrinum. Klikkunin gefur því góða meiningu,“ sagði hún. Hún sagðist þó telja að á ákveðnum tímapunkti verði kostnaðurinn of hár. „Ég tel að þegar við erum búin að bólusetja alla 50 ára og eldri og jafnvel allt niður í fertugt, sem vilja bólusetningu, þá getum við farið að hægja á. Þá getum við farið að draga úr sýnatökum,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni

Komst lífs af úr hættulegum aðstæðum og eignaðist kærustu í leiðinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varnarmálaráðherra fær blauta tusku í andlitið frá fyrrum samstarfsfélaga á Fox-fréttastofunni

Varnarmálaráðherra fær blauta tusku í andlitið frá fyrrum samstarfsfélaga á Fox-fréttastofunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið

Sendi eiginmanninum reikning fyrir heimilisstörfin og móðurhlutverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála

Varnarmálaráðherra aftur tekinn á teppið fyrir frjálslega meðferð hernaðarleyndarmála
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?

Er stöðug skjánotkun að stuðla að hrörnun heilans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“