„Einhvern tímann í ágúst verður kórónuveiran ekki í umferð í Bretlandi,“ sagði hann í samtali við The Daily Telegraph. Hann sagðist jafnframt reikna með að allir Bretar hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni í lok júlí. „Á þeim tímapunkti verðum við líklega búin að veita þjóðinni vernd gegn öllum þekktum afbrigðum,“ sagði hann einnig.
Bretar hafa nú bólusett um 51 milljón landsmanna með að minnsta kosti einum skammti af bóluefni gegn kórónuveirunni en 66 milljónir búa í landinu. Landið er meðal þeirra ríkja heims sem hafa verið í fararbroddi hvað varðar bólusetningar.