Samkvæmt umfjöllun tímaritsins Svensk Jakt þá getur verið að ungmennin hafi brotið náttúruverndarlög með þessu. Úlfar eru alfriðaðir og óheimilt að fanga þá eða veiða nema með sérstakri heimild yfirvalda.
Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við Gautaborgarpóstinn að ekki leiki grunur á að eitthvað refsivert hafi átt sér stað eða að ungmennin hafi haft eitthvað glæpsamlegt í hyggju. Lögreglan sé því ekki að rannsaka málið. Hann sagði jafnframt að flest bendi til að um ylfing hafi verið að ræða en það geti verið erfitt að greina mun á ylfingum og hvolpum því dýrin séu nauðalík nýfædd. Hinn meinti ylfingur hefur verið aflífaður.