BBC skýrir frá þessu. Lík hefur rekið á land nærri Gahmar, sem er í norðurhluta landsins, síðustu daga. BBC segir að talið sé að um lík fórnarlamba COVID-19 sé að ræða. Á mánudaginn fundust rúmlega 40 lík 55 kílómetra sunnan við Gahmar.
Lögreglan er nú að rannsaka hversu mörg lík hafa endað í Ganges. BBC segir að sumir indverskir fjölmiðlar segi að allt að 100 lík hafi rekið á land en það hefur ekki verið staðfest opinberlega. Mörg líkanna eru byrjuð að rotna mikið en það bendir til að þau hafi verið í ánni dögum saman.
PTI, sem er stærsta fréttastofa Indlands, segir að íbúar á svæðinu séu ósáttir við miklar verðhækkanir á líkbrennslu. „Það er skortur á eldiviði og öðru sem þarf til að brenna lík. Margir ættingjar neyðast því til að sökkva líkunum í ána,“ hefur PTI eftir íbúa á svæðinu.
Að auki grunar marga að yfirvöld losi sig við lík í ána. „Embættismenn eru hræddir um að smitast sjálfir og því kasta þeir líkum í ána og flýja,“ sagði íbúi á svæðinu í samtali við PTI.