Allt skilaði þetta litlum árangri þar til síðasta miðvikudag. Þá handtók lögreglan Barry Morphew, eiginmann Suzanne, en hann er grunaður um að hafa myrt hana.
„Fyrstu viðbrögð mín voru léttir og þakklæti. Ég er bara svo þakklát,“ sagði Melinda Moorman, systir Suzanne, í samtali við Fox 21.
Lögreglan tilkynnti um handtökuna á fréttamannafundi á laugardaginn. Linda Stanley, saksóknari, sagði þá að að dagurinn væri góður fyrir alla þá sem hafa unnið að rannsókn málsins og ættingja og vini Suzanne.
Reiðhjól Suzanne fannst við brú nærri heimili hennar í Maysville en annað hefur ekki fundist sem tengist henni. Hún var 49 ára. John Speeze, lögreglustjóri, sagði á fréttamannafundinum að lögreglan telji að Suzanne sé látin.
Daginn sem hún hvarf var Barry í viðskiptaferð en ákveðnar spurningar vöknuðu hjá lögreglunni varðandi þá ferð. Ekki síst þegar vinnufélagi hans sagðist hafa beðið eftir honum í tvo daga á hóteli í Denver. Hann hafi síðan uppgötvað að hótelherbergi Barry var tómt en þar hafi verið mjög sterk klórlykt.
Barry hefur verið iðinn við að setja af stað herferðir á samfélagsmiðlum sem miðast að því að finna Suzanne og hann hefur heitið mörg hundruð þúsund dollurum í verðlaun fyrir upplýsingar sem geta leitt til þess að hún finnist. En nú hefur hann sjálfur verið handtekinn, grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína. Linda Stanley sagðist telja að hún væri með nægilega góðar sannanir til að Barry verði sakfelldur. „Ég myndi ekki ákæra hann ef ég væri ekki viss,“ sagði hún.