fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Grunuð um að hafa myrt átta ungbörn og reynt að myrða tíu til viðbótar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 18:00

Lucy Letby. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

31 árs gamall breskur hjúkrunarfræðingur, Lucy Letby, gaf skýrslu fyrir dómara í dag en hún er ákærð fyrir morð á átta ungbörnum og tilraunir til að myrða tíu til viðbótar. Réttað verður í máli hennar á næsta ári.

Fjallað er um málið í mörgum breskum fjölmiðlum í dag.

Lucy er grunuð um að hafa myrt börnin er hún starfaði á Countess of Chester sjúkrahúsinu í Chester á Englandi. Hún lýsti hvorki yfir sakleysi né sekt við skýrslugjöfina í dag en mun svara þeirri spurningu síðar. Lucy var neitað um lausn gegn tryggingu og hefur því setið í gæsluvarðhaldi frá því hún var handtekin.

Börnin sem Lucy er sögð hafa myrt voru aðeins nokkurra daga gömul er þau týndu lífinu. Um var að ræða fimm drengi og þrjár stúlkur. Hún er einnig sökuð um að hafa reynt að myrða fimm drengi og sex stúlkur vil viðbótar. Atvikin áttu sér stað á árunum 2015-2016. Lucy var fyrst handtekin vegna málsins árið 2018, síðan aftur 2019, og loks aftur í fyrra, í tengslum við rannsókn á dauða barnanna sem hófst árið 2017. Hefur hún setið í gæsluvarðhaldi síðan í fyrra.

Ljóst er að réttarhöldin yfir Lucy Letby munu vekja mikla athygli enda eru glæpirnir sem hún er sökuð um ólýsanlega hryllilegir og hún lítur sannarlega ekki út fyrir að vera morðingi. Vinir hennar segja hana hafa helgað líf sitt starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur og það hefði verið draumastarfið hennar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“