CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að í myndbandinu segi kona, sem segist vera 22 ára, að hún vilji gjarnan komast í samband við ættingja sína því hún viti ekki um uppruna sinna og óttist að henni hafi verið rænt þegar hún var barn.
Sofia er 23 ára í dag ef hún er á lífi og því passar aldurinn á konunni, sem kemur fram í myndbandinu, nokkurn veginn.
„Rannsókn er hafin. Við þökkum þeim sem hafa sent okkur upplýsingar um myndbandið. Við kunnum að meta það,“ skrifar lögreglan í Kennewick á heimasíðu sem var sett upp til að taka við ábendingum í málinu.
Lögreglan hefur birt myndir af Sofia á heimasíðunni, mynd sem var tekin áður en hún hvarf og tölvugerðar myndir sem sýna hvernig hún gæti hafa litið út á unglingsaldri og nú á fullorðinsaldri, það er að segja ef hún er á lífi.
Al Wehner, stýrir rannsókn lögreglunnar, og segist hann hafa verið í sambandi við þann sem tók viðtal við konuna, sem gæti verið Sofia, í myndbandinu. Hann er nú að reyna að komast í samband konuna með aðstoð spyrilsins. „Það eru nokkur greinileg líkindi,“ sagði Wehner um konuna á upptökunni og bætti við að markmiðið væri að fá lífsýni úr henni svo það sé hægt að bera það saman við lífsýni úr Sofia Juarez.