fbpx
Föstudagur 19.júlí 2024
Pressan

Segir indversku ríkisstjórnina hafa klúðrað góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. maí 2021 17:30

Sjúklingar bíða við sérstaka COVID-19 móttökustöð á Indlandi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ritstjórnargrein hins virta læknarits The Lancet eru indversk stjórnvöld sögð hafa klúðrað þeim góða árangri sem hafði náðst í baráttunni við kórónuveiruna og þau hafi látið aðvaranir um aðra bylgju faraldursins sem vind um eyru þjóta. Þau veiti einnig ekki réttar upplýsingar um faraldurinn. Segir í greininni að viðbrögð ríkisstjórnar Narendra Modi séu „óafsakanleg“.

Indland er nú miðpunktur heimsfaraldursins. Rúmlega 400.000 smit greinast á sólarhring og hafa rúmlega 22 milljónir landsmanna smitast af veirunni. Samkvæmt opinberum tölum látast um og yfir 4.000 manns á sólarhring af völdum COVID-19 en margir draga þessar tölur í efa og segja þær vera mun hærri.  Hefur ríkisstjórnin verið sökuð um að „fegra“ þær vísvitandi.

Rúmlega 900.000 manns þarfnast súrefnisgjafar í landinu og 170.000 eru í öndunarvélum. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum greinast um 22% allra sýna jákvæð. Þetta þýðir að öllum líkindum að ekki greinist allir þeir sem eru smitaðir að sögn háskólans.

Nú hafa rúmlega 240.000 manns látist af völdum COVID-19 á Indlandi, samkvæmt opinberum tölum, og er landið nú í þriðja sæti yfir fjölda látinna.  The Institute for Health Metrics and Evaluation hjá Washington háskóla telur að í ágúst verði fjöldi látinna kominn í eina milljón. „Ef þetta gengur eftir mun ríkisstjórn Modi bera ábyrgð á embættisafglöpum sem urðu að harmleik,“ segir í the Lancet.

Í greininni segir að Indverjar hafi „glatað góðum árangri sínum í upphafi“ við að hafa stjórn á faraldrinum. Ríkisstjórnin hafi brugðist með því að gefa í skyn að sigur hafi unnist á veirunni en það hafi ýtt undir andvaraleysi og ónægar ráðstafanir og hægt á bólusetningaáætlun landsins. Einnig hafi „ofursmitatburðum“ verið leyft að fara fram, þar á meðal trúarhátíðum og pólitískum fjöldasamkomum. Að auki hafi ríkisstjórnin reynt að berjast gegn faraldrinum á netinu með því að biðja Twitter að fjarlægja tíst um COVID-19, þar á með tíst sem voru gagnrýnin í garð Modi. „Tilraunir Modi til að þagga gagnrýni niður sem og opinskáa umræðu í faraldrinum eru óafsakanlegar,“ segir í greininni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Yamal í fótspor Messi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk

Það eru ekki háhyrningar sem valda því að hákarlar við Flórída ráðast í auknum mæli á fólk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn

Neanderdalsmenn önnuðust 6 ára þroskaheft barn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 1 viku

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 1 viku

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri
Pressan
Fyrir 1 viku

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana

Sagðar hafa drepið „sykurpabbann“ og skorið þumal af til að komast í peningana