fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Þýska rannsóknarlögreglan átti í viðskiptum við svikafyrirtæki

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. maí 2021 22:06

Höfuðstöðvar Wirecard í Aschheim. Mynd: EPA-EFE/PHILIPP GUELLAND

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að í ljós kom að þýska fjármálafyrirtækið Wirecard hafði ekki verið rekið á heiðarlegan hátt hélt þýska lögreglan áfram viðskiptum við það. Mál fyrirtækisins er eitt stærsta hneykslismálið í þýsku viðskiptalífi frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Fram á mitt ár 2020 tókst forsvarsmönnum fyrirtækisins að leyna því að í sjóði þess vantaði sem svarar til 295 milljarða íslenskra króna. Forstjóri fyrirtækisins hefur verið handtekinn, næst æðsti maður þess er í felum og nýtur að sögn verndar rússneskra leyniþjónustumanna nærri Moskvu. Þriðji yfirmaðurinn fannst myrtur í Manila á Filippseyjum.

Sagan um Wirecard er næstum eins og æsispennandi skáldsaga, svo ótrúleg er hún. Þýska þingið hefur hafi rannsókn á málefnum þingsins og nýlega kom fram að þýska rannsóknarlögreglan, Bundeskriminalamt, var í viðskiptum við fyrirtækið frá 2013 fram í nóvember 2020 þrátt fyrir að grunur hafi vaknað 2015 um að eitthvað væri bogið við bókhald fyrirtækisins. Viðskiptunum lauk ekki fyrr en um hálfu ári eftir að hneykslið varð opinbert.

The Financial Times hefur komist yfir tölvupósta sem fóru á milli rannsóknarlögreglunnar og Wirecard sem sérhæfði sig í millifærslum, greiðslukortum og áhættumati. Í þeim kemur fram að Wirecard gerði um þriðjung þeirra fölsuðu greiðslukorta sem lögreglan notaði í tengslum við rannsóknir sínar, til dæmis þegar lögreglumenn störfuðu undir dulnefni eða fengu upplýsingar úr ákveðnum lögum samfélagsins.

Wolfgagn Wieland, sem þingið fól að rannsaka málefni fyrirtækisins, hefur kvartað undan því að erfitt sé að fá þau gögn sem hann vill fá og eru nauðsynleg fyrir rannsóknina. Neuw Zürcher Zeitung skýrir frá þessu. Hann þurfti að biðja beint um ákveðna hluta af gögnunum áður en hann fékk þau afhent. Að auki var búið að afmá stóra hluta af innihalda skjalanna.

En út frá gögnunum hefur Wieland komist að þeirri niðurstöðu að Jan Marsalek, þáverandi næst æðsti stjórnandi Wirecard hafi safnað miklu magni gagna frá samstarfsaðilum fyrirtækisins. Ætlunin var að sögn að afhenda þýsku leyniþjónustunni þessar upplýsingar en hún segist aldrei hafa fengið þær. Wieland veit ekki hvort einhverjir aðrir fengu þessar upplýsingar. Marsalek er nú sagður vera í felum nærri Moskvu og njóti verndar rússneskra leyniþjónustumanna. Þýska leyniþjónustan var einnig í viðskiptum við Wirecard en þó ekki í jafn miklum og rannsóknarlögreglan.

Rannsókn Wieland beinist einnig að því að þar sem rannsóknarlögreglan var í fararbroddi í baráttunni við peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi hefði hún átt að rannsaka samstarfsaðila sína betur. „Þarna var refurinn látinn gæta hænsnanna,“ sagði Wieland. Hann leggur áherslu á að ekkert hafi komið fram sem bendi til að Wirecard hafi brotið lög í samstarfinu við lögregluna en samstarfið hafi hjálpað fyrirtækinu að bæta ímynd sína þegar það reyndi að ná opinberum viðskiptum til sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í