fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Segja bóluefni AstraZeneca henta vel fyrir eldra fólk og þar sem mikið er um smit

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. maí 2021 07:30

Bóluefni frá AstraZeneca. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópska lyfjastofnunin, EMA, segir að bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni gagnist best hjá eldra fólki og á stöðum þar sem mikið er um smit. Ávinningurinn af notkun bóluefnisins eykst eftir því sem fólk er eldra og hlutfall smita er hærra.

Þetta kemur fram í gögnum sem EMA birti nýlega en í þeim er virkni bóluefnisins borin saman við hættuna á sjaldgæfum en alvarlegum aukaverkunum. „Þetta sýnir að ávinningurinn af notkun bóluefnisins eykst með hækkandi aldri og hærra hlutfalli smita,“ segir í fréttatilkynningu frá EMA.

EMA telur að 1 af hverjum 100.000 bólusettum fái sjaldgæfa tegund blóðtappa af völdum bóluefnisins. Þetta er aukaverkun sem getur orðið fólki að bana.

Niðurstöður EMA sýna að bólusetning 80 ára og eldri með bóluefni AstraZeneca kemur í veg fyrir um 1.240 sjúkrahúsinnlagnir á hverja 100.000 íbúa þegar mikið er um smit hlutfallslega. Ef lítið er um smit hlutfallslega kemur bóluefnið í veg fyrir 151 sjúkrahúsinnlögn á hverja 100.000 íbúa.

EMA skilgreinir lágt smithlutfall sem 55 smit á hverja 100.000 íbúa. Miðlungssmithlutfall sem 401 smit á hverja 100.000 íbúa og hátt smithlutfall sem 886 smit á hverja 100.000 íbúa.

EMA reiknaði einnig út hversu mörg dauðsföll bóluefni AstraZeneca komi í veg fyrir í mismunandi aldurshópum. Niðurstaðan er að hjá 20 til 29 ára komi bóluefnið ekki í veg fyrir nein dauðsföll og á það einnig við þar sem smithlutfallið er hátt. Ástæðan er meðal annars að veiran leggst ekki eins þungt á ungt fólk. Á móti er talið að 2 af hverjum 100.000 í þessum aldurshópi fái alvarlegar aukaverkanir af völdum bóluefnisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn