fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Varar við uppgangi öfgahægrimanna í skjóli heimsfaraldursins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 06:59

Höfuðstöðvar leyniþjónustu dönsku lögreglunnar, PET. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar, PET, varar við uppgangi öfgahægrimanna í skjóli heimsfaraldursins í nýju hættumati hvað varðar hryðjuverk og aðrar ógnir er kunna að steðja að Danmörku.

Samsæriskenningar og innræting öfgahyggju hjá fólki sem er jafnvel reiðubúið til að beita ofbeldi er nú meðal þeirra þátta sem PET varar við hættunni af.

Í hættumatinu kemur fram að andstaða við aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins „geti leitt til líflátshótana, borgaralegrar óhlýðni, íkveikja, skemmdarverka og ofbeldisverka sem geti í lögfræðilegum skilningi verið hryðjuverk“.

Hættumatið var sent út eftir að reynt var að kveikja í sýnatöku- og bólusetningamiðstöð í Ballerup um miðjan mars með eldsprengjum. Ekki er vitað hvað lá að baki tilrauninni sem fór út um þúfur. Í kjölfarið jók lögreglan öryggisráðstafanir við sýnatöku- og bólusetningamiðstöðvar.  Þá hafa margir sótt mótmæli sem boðað hefur verið til gegn sóttvarnaráðstöfunum og nýjum farsóttalögum.

Í hættumatinu kemur fram að aukin áhersla á andstöðu við yfirvöld „geti haft áhrif á þau skotmörk sem öfgahægrimenn velja“. PET leggur þó áherslu á að heimsfaraldurinn sé ekki stór drifkraftur hvað varðar hryðjuverk í landinu en hann hafi þó reitt marga til reiði, sérstaklega þá sem eru á móti sóttvarnaráðstöfunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni