fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Rússneskar hersveitir sendar að landamærum Úkraínu – Hvað ætlar Pútín að gera?

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 23:40

Rússneskir hermenn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa að undanförnu sent fleiri hersveitir að landamærunum við Úkraínu en þar hafa átök staðið yfir síðustu sjö árin. Ekki er vitað hvað Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, ætlar sér en sumir óttast að átökin í austurhluta Úkraínu muni nú færast yfir í stríð á milli Rússlands og Úkraínu. Aðrir telja að Pútín sé að láta reyna á Joe Biden, Bandaríkjaforseta, til að kanna viðbrögð hans.

Rússar hafa stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í Donetsk sem berjast gegn úkraínska hernum. NATO og bandaríska herstjórnin í Evrópu segja nú að ekki sé útilokað að Rússar hyggist á innrás í Úkraínu nú á vormánuðum miðað við þann herafla sem þeir hafa sent að landamærunum.

Heræfingar voru nærri landamærunum í vetur en reiknað var með að 4.000 rússneskir hermenn myndu yfirgefa landamærasvæðið þegar æfingunum lauk en það hafa þeir ekki gert og þeir hafa fengið ný og fullkomnari vopn en áður. Einnig hafa Rússar fjölgað hermönnum úr úrvalssveitum sínum á Krímskaga en hann hertóku þeir 2014 og innlimuðu.

Ein af kenningunum um umsvif Rússa er að Pútín sé reiður út í Biden sem kallaði hann morðingja á fyrsta fréttamannafundi sínum og að Pútín vilji sýna Biden að hann geti komið málefnum Úkraínu efst á blað hjá Biden sem hefur ekki sýnt átökunum í Úkraínu mikinn áhuga fram að þessu. Frederick Hodges, fyrrum aðmíráll í Bandaríkjaher, sagði í samtali við New York Times að hugsanlega séu Rússar að láta reyna á ríkisstjórn Biden. Hann sagði það Pútín í hag að viðhalda eins miklu ójafnvægi og hægt er í austurhluta Úkraínu og að skilaboðin til Biden séu að ekki sé hægt að leysa deiluna án þess að Vesturlönd gefi eftir en þau hafa beitt Rússa refsiaðgerðum síðan þeir innlimuðu Krímskagann. Biden lýsti einnig yfir stuðningi við Úkraínu eftir að hann ræddi símleiðis við Pútín í janúar.

Michael Kofman, hjá hugveitunni Woodrow Wilson International Center, segir í Moscow Times að Pútín sé með þessu að hóta Úkraínu óbeint og auka þrýstinginn á landið og vestræna bandamenn þess. Hann sagði að raunveruleg ógn stafi frá þessum umsvifum Rússa við landamærin og að ekki sé hægt að skýra allar hreyfingar hersveita með æfingum. Því sé ekki hægt að útiloka að Rússar séu að undirbúa innrás.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Í gær

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í