Hersveitir Bandamanna berjast enn við um 10.000 liðsmenn hryðjuverkasamtakanna en tæp sjö ár eru liðin síðan stríðið gegn samtökunum hófst.
Að þessu sinni var aðallega ráðist á hella sem hryðjuverkamennirnir hafa dvalist í. Í kjölfarið munu íraskar hersveitir ráðast til inngöngu í þá. Vitað er að hryðjuverkamenn hafa haldið til í Makhmurfjalllendinu en það er mjög afskekkt. The Guardian segir að árásirnar hafi verið gerðar eftir margra mánaða undirbúning.