fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Fékk Porsche lánaðan til að sækja pítsu – Fær hann líklegast ekki lánaðan aftur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 18:00

Bíllinn fluttur á brott eftir að lögreglan lagði hald á hann. Mynd:Danska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn var ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur á hraðbraut á Sjálandi í Danmörku. Hraði bifreiðarinnar, sem hann ók, mældist 210 km/klst. Þar sem um svo mikinn hraða er að ræða flokkast aksturinn sem „brjálæðisakstur“ og þar með hefur lögreglan heimild til að leggja hald á ökutækið sem notað var við aksturinn og það var gert í þessu tilfelli.

Um var að ræða Porsche sem ökumaðurinn hafði fengið lánaðan hjá vini sínum til að sækja pítsu fyrir þá. En nú stendur vinurinn uppi bíllaus því lögreglan er með bílinn í sinni vörslu og nú bíður málið þess að fara fyrir dóm þar sem dómari mun kveða upp úr um hvort bíllinn verði gerður upptækur til ríkisins.

Þann 31. mars síðastliðinn tók breyting á umferðarlögunum gildi en samkvæmt henni getur lögreglan lagt hald á ökutæki sem eru notuð við „brjálæðisakstur“ og skiptir þá engu þótt ökumaðurinn sé ekki skráður eigandi ökutækisins.

Frá mánaðamótum hefur lögreglan nýtt sér þessa heimild í mörgum tilfellum og lagt hald á ökutæki. Sum þeirra hafa verið í eigu ökumanna en önnur hafa verið í eigu fjárfestingafélaga, bílaleiga eða fjármögnunarfyrirtækja og svo auðvitað Porsche bíllinn í eigu vinar ökumannsins.

Undir „brjálæðisakstur“ flokkast til dæmis þegar ökumenn verða fólki að bana eða valda því alvarlegu líkamstjóni. Einnig ef þeir stefna fólki vísvitandi í hættu eða sýna af sér vítavert gáleysi. Hvað varðar hraðakstur þá telst það „brjálæðisakstur“ ef ekið er hraðar en 100% yfir leyfðum hámarkshraða ef hraðinn er meiri en 100 km/klst. Einnig ef ekið er hraðar en 200 km/klst. Ef áfengismagn mælist meira en tvö prómill telst það einnig „brjálæðisakstur“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið