fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Móðir brúðgumans uppgötvaði sannleikann um brúðina – Þá tók málið nýja og ótrúlega stefnu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 05:30

Það voru miklar tilfinningar í brúðkaupinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 31. mars síðastliðinn kom fólk saman í Suzhou í Kína þegar ungt par ætlaði að ganga í hjónaband. Þar voru fjölskyldur unga fólksins og fleiri. En brúðkaupið tók svo sannarlega óvænta og ótrúlega stefnu þegar móðir brúðgumans tók eftir fæðingarbletti á annarri hönd brúðarinnar.

Óhætt er að segja að í brúðkaupinu hafi leyndardómar fortíðarinnar komið fram í dagsljósið.

Samkvæmt því sem fram kemur í umfjöllun Oriental Daily vakti fæðingarbletturinn strax athygli móður brúðgumans. Hún þóttist þekkja hann og sneri sér því beint að foreldrum brúðarinnar og spurði þá hvort dóttirin væri ættleidd. Ástæðan fyrir þessari spurningu var að fyrir rúmlega 20 árum missti hún dóttur sína en ekki kemur fram við hvaða kringumstæður það gerðist. En fæðingarbletturinn á hönd brúðarinnar líktist fæðingarbletti sem dóttir hennar var með á sama stað.

Foreldrar brúðarinnar játuðu því að dóttirin væri ættleidd en voru svolítið hikandi við að játa það því þau höfðu aldrei sagt dóttur sinni frá því. Þau sögðust hafa fundið hana í vegkanti og tekið hana að sér. En þetta dugði móður brúðgumans sem snéri sér beint að brúðinni og sagði henni að hún væri líklega dóttir hennar sem hvarf fyrir rúmum 20 árum.

Brúðurin brast í grát við tíðindin.

Nú mætti ætla að málið hefði endað með að brúðkaupinu væri aflýst og allir hefðu haldið heim til sín til að reyna að melta þessar nýju upplýsingar en þannig fór málið ekki því það tók aðra og óvænta stefnu.

Mæðgurnar féllust að vonum í faðma og gleðitár féllu þegar þær áttuðu sig á fjölskylduböndunum. En síðan áttuðu þær og aðrir sig á að nú var nýtt vandamál komið upp. Brúðurinn gat auðvitað ekki gifst bróður sínum. En móðir hennar gat þá glatt hana með því að hann væri í raun ekki líffræðilegur bróðir hennar því hún hafði ættleitt hann eftir að hún „missti“ nýfundna dóttur sína fyrir rúmum 20 árum. Brúðhjónin voru því í raun ekki skyld blóðböndum.

Brúðkaupið fór því fram og verður væntanlega öllum viðstöddum og jafnvel öðrum ógleymanlegt vegna þessara óvæntu vendinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi

Rannsaka dularfullt hvarf tveggja systra í Skotlandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu