Heimildir herma að það hafi verið varasendiherra Mjanmar sem læsti sendiherrann úti og tók yfir stjórn á sendiráðinu fyrir hönd hersins.
Herinn hefur gengið fram af mikilli hörku gagnvart mótmælendum og myrt tugi óbreyttra borgara sem hafa mótmælt valdaráninu. Að auki hafa mörg þúsund manns verið handteknir. Kyaq Zwar Minn hefur opinberla gagnrýnt valdaræningjana og hvatt til þess að Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðislega kjörinna stjórnvalda, verði látin laus.
„Það er búið að læsa mig út. Þetta er einhvers konar valdarán í miðjum Lundúnum. Þið sjáið að þeir hafa hertkið húsið mitt,“ sagði sendiherrann í gær og bætti við að hann sé í sambandi við breska utanríkisráðuneytið vegna málsins.