Andrew Cuomo, ríkisstjóri, segir að New York eigi sér langa sögu sem höfuðborg Bandaríkjanna hvað varðar framþróun og þessi nýja löggjöf sé mikilvæg og muni styrkja þetta hlutverk borgarinnar.
Samkvæmt lögunum munu allir 21 árs og eldra mega kaupa kannabis og rækta kannabis til eigin neyslu. Cuomo leggur áherslu á að bannið við neyslu kannabis hafi komið sérstaklega illa niður á „lituðu þjóðfélagshópum“, mun verr en vera ætti miðað við hlutfall þeirra af heildarmannfjöldanum.
Samtökin NORML, sem berjast fyrir lögleiðingu kannabisefna, segja að árlega séu tugir þúsunda manna handteknir í New York fyrir smávægileg brot hvað varðar kannabis. Flest fólkið er ungt, fátækt og litað að sögn samtakanna.
Cuomo leggur einnig áherslu á að með nýju lögunum opnist fyrir nýjan iðnað sem muni koma efnahagslífinu vel og skapa 30.000 til 60.000 ný störf. Yfirvöld í ríkinu telja að skatttekjur ríkisins muni aukast um 350 milljónir dollara með nýju lögunum.