fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Ný störf verða til við lögleiðingu kannabis í New York

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 21:30

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

New York hefur slegist í hóp 14 annarra ríkja Bandaríkjanna og gert neyslu og ræktun kannabis refsilausa. Báðar deildir þings ríkisins samþykktu þetta nýlega en Demókratar eru með mikinn meirihluta í báðum deildum.

Andrew Cuomo, ríkisstjóri, segir að New York eigi sér langa sögu sem höfuðborg Bandaríkjanna hvað varðar framþróun og þessi nýja löggjöf sé mikilvæg og muni styrkja þetta hlutverk borgarinnar.

Samkvæmt lögunum munu allir 21 árs og eldra mega kaupa kannabis og rækta kannabis til eigin neyslu. Cuomo leggur áherslu á að bannið við neyslu kannabis hafi komið sérstaklega illa niður á „lituðu þjóðfélagshópum“, mun verr en vera ætti miðað við hlutfall þeirra af heildarmannfjöldanum.

Samtökin NORML, sem berjast fyrir lögleiðingu kannabisefna, segja að árlega séu tugir þúsunda manna handteknir í New York fyrir smávægileg brot hvað varðar kannabis. Flest fólkið er ungt, fátækt og litað að sögn samtakanna.

Cuomo leggur einnig áherslu á að með nýju lögunum opnist fyrir nýjan iðnað sem muni koma efnahagslífinu vel og skapa 30.000 til 60.000 ný störf. Yfirvöld í ríkinu telja að skatttekjur ríkisins muni aukast um 350 milljónir dollara með nýju lögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann