fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Pressan

Innflytjendur í Bretlandi margir hverjir hikandi við að láta bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 22:00

Boris Johnson, forsætisráðherra, er búinn að láta bólusetja sig. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í heildina hefur gengið vel að bólusetja fólk á Bretlandseyjum gegn kórónuveirunni en þó er þátttaka fólks af erlendum uppruna lítil og er það mikið áhyggjuefni. Yfirvöld telja að trúarbrögð komi hugsanlega við sögu og haldi aftur af þátttöku fólks úr þessum þjóðfélagshópum.

Samkvæmt samantekt ONS, sem er breska hagstofan, þá var búið að bólusetja rúmlega 90% allra eldri en 70 ára, sem eru af breskum uppruna, þann 11. mars. En hjá sama aldurshópi fólks frá Afríku var hlutfallið aðeins 58,8%. Hjá fólki frá Karíbahafi var hlutfallið 68,7% og hjá Pakistönum 74%.

ONS telur að trúarbrögð spili hugsanlega inn í þetta og segir að fjórði hver múslimi hafi hafnað bólusetningu og fimmti hver búddisti. Þessar tölur staðfesta áhyggjur sem hafa verið uppi hjá heilbrigðisyfirvöldum undanfarnar vikur. Læknar, sem starfa í hverfum þar sem margir innflytjendur búa, hafa varað við því að margir sjúklingar þeirra vilji ekki láta bólusetja sig.

Þetta er mikið vandamál því kórónuveiran, sem hefur orðið rúmlega 125.000 manns að bana í Bretlandi, hefur lagst sérstaklega þungt á fólk úr fátækum hverfum og hverfum innflytjenda, bæði hvað varðar fjölda smitaðra og dauðsföll. Ástæðan er meðal annars lífsstíll, margir starfa innan heilbrigðiskerfisins, aðrir við akstur leigubíla og stræstisvagna og enn aðrir við afgreiðslustörf. Allt störf þar sem er mikil nálægð við annað fólk og því smithætta. Fólk úr þessum hópum býr einnig oft í litlum íbúðum eða raðhúsum og oft eru mjög margir í heimili. Smithættan er því mikil.

Yfirvöld beina nú áróðri að þessu fólki í samstarfi við trúarleiðtoga og hefur nokkrum moskum verið breytt í bólusetningamiðstöðvar en það hefur ekki skilað miklum árangri. Margar ástæður eru taldar liggja að baki þessari dræmu þátttöku. Þar á meðal er að menntunarstig fólks er oft lágt og það er talið auðveld bráð fyrir áróður frá andstæðingum bólusetninga sem láta mikið að sér kveða á samfélagsmiðlum og hafa efnt til mótmæla gegn sóttvarnaaðgerðum. Þeir hafa einnig reynt að telja fólki trú um að bóluefnin innihaldi bæði alkóhól og efni úr svínum en múslimar mega hvorki neyta áfengis né svínaafurða. Læknar segja einnig algengt í þessum hópum að fólk taki frekar mark á ráðleggingum ættingja, sem vilja ekki láta bólusetja sig, en frá heilbrigðisstarfsfólki. Tungumálaörðugleikar koma einnig við sögu því ekki tala allir ensku og auk þess er almennt vantraust á „kerfið“ til staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“