Sænskir fjölmiðlar skýra frá þessu. Fram kemur að það hafi verið öryggislögreglan Säpo sem handtók konurnar og er haft eftir talsmanni hennar að aðgerðin hafi gengið vel og átakalaust. Talsmaðurinn vildi ekki veita meiri upplýsingar um málið.
Per Lindquist, aðalsaksóknari í málum er varða öryggi ríkisins, sagði að konurnar neiti báðar að hafa gert eitthvað ólöglegt á tímabilinu frá 2. janúar til 2. apríl eins og lögreglan telur.