„Við höfum hugsað mikið um þetta, samstarsfólk mitt og fólk sem hefur unnið við þetta í mörg ár. Þetta er sérstakt mál og vekur upp spurningar um hvernig þetta gat gerst,“ hefur Norska ríkisútvarpið eftir Grete Leine Metlid hjá lögreglunni í Osló.
Málið hefur að vonum vakið upp spurningar um hvernig það geti gerst að fólk liggi látið svo lengi án þess að nokkur sakni þess. Það var húsvörður sem fann líkið en hann þurfti að fara inn í íbúðina til að sinna viðhaldi.
Í gegnum árin hafði verið unnið við eitt og annað í blokkinni, til dæmis voru allir reykskynjarar skoðaðir nema hvað því var sleppt í íbúð mannsins. Þegar nágrannar hans náðu ekki sambandi við hann reiknuðu þeir með að hann væri fluttur og aðrir héldu að hann hefði verið fluttur á stofnun. Nágranni hans sagði að maðurinn hafi aldrei verið mjög félagslyndur og hafi alltaf svarað fólki með „já“ eða „nei,“ þegar hann var ávarpaður.