Til að af þessu verði þarf að gera breytingar á umferðalögunum og einnig þarf ríkisstjórnin, sem er minnihlutastjórn, að tryggja sér stuðning á þingi fyrir þessari tillögu.
Benny Engelbrecht, samgönguráðherra, segir að hugmyndin sé að í borgunum verði hægt að banna bílaumferð á milli klukkan 9 og 20 á sunnudögum og sé þessari hugmynd beint að tveimur stærstu borgum landsins, Kaupmannahöfn og Árósum. „Við viljum veita borgunum tækifæri til að hafa sunnudagana öðruvísi og nýta plássið á nýjan hátt,“ sagði Engelbrecht um þessar hugmyndir. Hann lagði áherslu á að það verði borgaryfirvöld sem ráði hvort heimildin verði nýtt ef hún verður sett inn í umferðarlögin.
Hann sagði að þó að hugmyndin sé aðallega hugsuð í tengslum við Kaupmannahöfn og Árósa sé ekki útilokað að í Óðinsvéum og Esbjerg verði einnig gripið til þess að banna bílaumferð á sunnudögum.