Meðal þess sem er í bígerð er að smíða sérstakt njósnaskip sem á að vera tilbúið 2024. Það á að sigla um Atlantshafið og á aðallega að eltast við sérsmíðaðan rússneskan kafbát „Losharik“ sem er talinn geta komið sér fyrir á hafsbotni og tengst við þær margar neðansjávarkapla sem tengja Internetið í Bandaríkjunum og Evrópu saman.
Þessi kaplar eru notaðir til að senda upplýsingar um fjármagnsfærslur en einnig leynilegar upplýsingar sem vestræn ríki skiptast á.
Skipið er einn hluti af breytingum á breska hernum sem voru kynntar nýlega en markmiðið er að nútíma- og tæknivæða hann. Bretar bentu nýlega á Rússa og Kínverja sem helstu óvini sína en Norður-Kórea og Íran eru einnig á óvinalistanum.
Fram að þessu hafa ógnir frá óvinveittum ríkjum aðallega verið mál fyrir leyniþjónusturnar MI6 og GCHQ en nú munu úrvalssveitir hersins í auknum mæli koma að þessum málum í samvinnu við leyniþjónusturnar. SAS á að fylgjast með starfsemi Rússa víða um heim og þá sérstaklega starfsemi leyniþjónustunnar GRU en það er hún sem stóð á bak við morðtilræðið við Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury fyrir þremur árum.
The Telegraph segir að ætlunin sé að sérsveitirnar starfi í Afríku þar sem margir rússneskir málaliðar eru en talið er að þeim sé stýrt beint af yfirvöldum í Kreml eða GRU. Þetta gera Rússar til að auka áhrif sín í Afríku en Bretar eru lítt hrifnir af því.