Stjórnvöld í Hong Kong, sem eru í raun undir hæl kínverska kommúnistaflokksins, vísa þessum áhyggjum á bug og segja þær vera hreint bull.
Lýðræðissinnar, aðgerðasinnar, lögmenn og áhrifafólk í viðskiptalífinu hefur lýst yfir áhyggjum af löggjöfinni. Hún heimilar til dæmis yfirmanni innflytjendaeftirlitsins að koma í veg fyrir að fólk fari um borð í flugvélar sem fljúga til og frá Hong Kong. Ekki er hægt að áfrýja ákvörðun yfirmannsins.
Bretar afhentu Kínverjum yfirráð yfir Hong Kong 1997 en í samningi ríkjanna um yfirtökuna er kveðið á um að Hong Kong sé sjálfstjórnarsvæði að hluta þar sem hugmyndin um „eitt ríki, tvö kerfi“ sé ráðandi. Með þessu átti að tryggja íbúum Hong Kong áframhaldandi lýðræði, málfrelsi og annað sem við Vesturlandabúar teljum sjálfsagt en kínverski kommúnistaflokkurinn er ekki hrifinn af. Samningurinn gildir til 2047 en margir vilja meina að Kínverjar séu búnir að brjóta hann með aðgerðum sínum síðustu misserin en þeir hafa þrengt mjög að lýðræðissinnum í Hong Kong.