fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Pressan

Hneykslismál bresku hirðarinnar – Þrjár eiginkonur létust, ógild hjónabönd og faðernismál

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 05:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 69 ár hefur Elísabet II, Bretadrottning, staðið eins og klettur í fararbroddi bresku konungsfjölskyldunnar og notið virðingar og samstöðu meðal þegna sinna. Nánustu ættingjar hennar hafa ekki allir notið sömu virðingar því ýmis hneykslismál hafa komið upp í gegnum árin. En það er ekkert nýtt að hneykslismál skeki bresku hirðina, nóg hefur verið af þeim í gegnum tíðina.

Þar má nefna að af sex eiginkonum Hinriks áttunda, sem ríkti frá 1509 til 1547, létust tvær á höggstokknum, ein af barnsförum, tveimur var útskúfað og ein lifði hann. Karl fyrsti, sem ríkti frá 1625 til 1649, stýrði landinu án aðkomu þings og það varð til þess að borgarastyrjöld braust út og var hann tekinn af lífi og konungdæmið leið undir lok. Ekki leið þó á löngu þar til það lifnaði við á nýjan leik því 1660 settist Charles II í hásætið. Við tók tímabil þar sem konungar reyndu að sniðganga þingið og innleiða kaþólska trú. Síðar voru sett lög sem bönnuðu kaþólikkum að vera þjóðhöfðingjar og varð þáverandi konungsfjölskylda þá að láta af völdum. Við tók fjarskyldur Þjóðverji, George af Hannover, frá 1714 til 1727. Hann var fráskilinn, átti fjölda ástkvenna og hafði lítinn áhuga á öðru en litla furstadæminu sínu. Hann lærði ekki einu sinni ensku.

George fjórði, sem ríkti frá 1820 til 1830, kvæntist kaþólikka með leynd en hjónabandið var síðar úrskurðað ólöglegt. Í staðinn kvæntist hann þýskri prinsessu sem hann fyrirleit frá fyrstu stundu. Fljótlega var hjónaband þeirra nánast úr sögunni og hún lagðist í ferðalög um Evrópu. Þegar hann var krýndur konungur reyndi hún að troða sér inn á krýningarathöfnina og fá viðurkenningu sem drottning. Úr varð mikið hneyksli sem skaðaði orðspor konungdæmisins.

Játvarður sjöundi, sem ríkti frá 1901 til 1910 kom við sögu í fjölda faðernismála og ekki batnaði staðan 1936 þegar Játvarður áttundi afsalaði sér krúnunni til að geta kvænst fráskilinni bandarískri konu.

Hneykslismál í höllinni eru því ekki nýtt fyrirbæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin