Jim Justice, ríkisstjóri og Repúblikani, segir að mikilvægt sé að ungt fólk láti bólusetja sig svo hægt sé að hafa stjórn á faraldrinum og af þeim sökum sé gripið til þessa ráðs. „Unga fólkið okkar í dag skilur ekki alveg hversu mikilvægt það er að stöðva þennan faraldur,“ sagði hann að sögn BBC sem segir að rannsóknir hafi sýnt að ungt fólk sé meira hikandi en eldra fólk við að láta bólusetja sig.
Washington Post segir að samkvæmt útreikningum yfirvalda muni þetta kosta ríkið 27,5 milljónir dollara ef allir á þessum aldri taka þessu tilboði. Justice segir að þetta sé ekki hátt gjald og bendir á að á síðasta ári hafi útgjöld ríkisins vegna sýnatöku verið 75 milljónir dollara.