fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Þurfa að greiða 1.300 milljarða í erfðaskatt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 18:00

Það er drjúgur erfðaskattur sem Samsungfjölskyldan þarf að greiða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erfingjar Lee Kunhee, fyrrum stjórnarformanns Samsung Electronics, þurfa að greiða sem svarar til um 1.300 milljarða íslenskra króna í erfðaskatt. Erfingjarnir skýrðu frá þessu í gær.

Lee, sem á heiðurinn af að hafa gert Samsung að stærsta framleiðanda farsíma og minniskorta í heiminum, lést 25. október síðastliðinn 78 ára að aldri.

Eignir hans voru metnar á 2.100 milljarða íslenskra króna en meðal þeirra eru hlutabréf í mörgum af dótturfyrirtækjum Samsung. Erfingjar hans þurfa því að greiða rúmlega helming andvirði eigna hans í erfðaskatt til suður-kóreskra skattyfirvalda.

Vel hefur verið fylgst með hvernig erfingjarnir ætluðu að takast á við þennan skatt því þetta hefði getað endað með að þeir missti tökin á Samsung en þar fer fjölskyldan með ráðandi hlut. En henni tókst að forða því en ekki liggur enn fyrir hvernig fjölskyldan mun greiða erfðaskattinn sem er einn sá hæsti í sögunni á heimsvísu. Sérfræðingar reikna með að lán verði tekin til að greiða skattinn og að fjölskyldan muni selja hluta af hlutabréfum sínum.

Fjölskyldan tilkynnti einnig í gær að hún ætli að gefa góðgerðasamtökum, sem vinna að heilbrigðismálum, sem svarar til 115 milljarða íslenskra króna. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi