Því varpa tveir norskir blaðamenn ljósi á í nýrri bók um málið. TV2 skýrir frá þessu. Fram kemur að í bókinni segi blaðamennirnir, Magnus Braaten og Kenneth Fossheim, að ástæðan fyrir að grunur féll á Tom Hagen sé að hann hafi þrifið heimili þeirra hjóna hátt og lágt áður en hann hafði samband við lögregluna og tilkynnti um hvarf eiginkonu sinnar. Ekki kemur fram hvaðan blaðamennirnir hafa þessar upplýsingar.
Tom Hagen hefur alla tíð neitað sök og segist ekki vita hvað varð um Anne-Elisabeth.
Í bókinni kemur fram að lögreglan telji að Tom Hagen hafi greitt einhverjum fyrir að myrða Anne-Elisabeth eða að hann hafi á einhvern annan hátt komið að málinu. Hann var sjálfur í vinnu þegar Anne-Elisabeth hvarf.
30 lögreglumenn vinna við rannsókn málsins og sinna ekki öðrum rannsóknum á meðan.