fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Þetta er ástæðan fyrir að grunur féll á Tom Hagen

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 04:58

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í eitt ár hefur norski milljarðamæringurinn Tom Hagen opinberlega legið undir grun um að hafa myrt eða tekið þátt í morðinu á eiginkonu sinni Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf sporlaust af heimili þeirra hjóna í lok október 2018. Lausnargjaldskrafa var sett fram og lengi vel taldi lögreglan að Anne-Elisabeth hefði verið rænt til að fá lausnargjald greitt. En eftir því sem rannsókninni miðaði áfram fóru spjótin að beinast að þætti Tom Hagen og að lokum var hann handtekinn vegna málsins en var þó látinn laus nokkrum dögum síðar. Hann hefur enn stöðu grunaðs í málinu. En af hverju fór grunur lögreglunnar að beinast að honum?

Því varpa tveir norskir blaðamenn ljósi á í nýrri bók um málið. TV2 skýrir frá þessu. Fram kemur að í bókinni segi blaðamennirnir, Magnus Braaten og Kenneth Fossheim, að ástæðan fyrir að grunur féll á Tom Hagen sé að hann hafi þrifið heimili þeirra hjóna hátt og lágt áður en hann hafði samband við lögregluna og tilkynnti um hvarf eiginkonu sinnar. Ekki kemur fram hvaðan blaðamennirnir hafa þessar upplýsingar.

Tom Hagen hefur alla tíð neitað sök og segist ekki vita hvað varð um Anne-Elisabeth.

Í bókinni kemur fram að lögreglan telji að Tom Hagen hafi greitt einhverjum fyrir að myrða Anne-Elisabeth eða að hann hafi á einhvern annan hátt komið að málinu. Hann var sjálfur í vinnu þegar Anne-Elisabeth hvarf.

30 lögreglumenn vinna við rannsókn málsins og sinna ekki öðrum rannsóknum á meðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann