Þar á meðal er Alaska í Bandaríkjunum. Að sögn Independet ætla yfirvöld í ríkinu að bjóða öllum ferðamönnum ókeypis bólusetningu frá 1. júní. Mike Dunleavy, ríkisstjóri, segir að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af að fara erindisleysu því nóg sé til af bóluefnum. Ferðamenn geta valið á milli bóluefna frá Pfizer/BioNTech og Moderna.
New York Times segir að hvað varðar bólusetningu íbúanna hafi 40% íbúa Alaska fengið einn skammt af bóluefni og þriðjungur hafi lokið bólusetningu. Blaðið gagnrýnir fyrirhugaðar bólusetningar ferðamanna og segir að nær væri að Alaska sýni samstöðu með þeim ríkjum Bandaríkjanna sem eru skemur á veg komin í bólusetningum.
Tilboðið um ókeypis bólusetningu gildir fyrir alla ferðamenn sem koma til flugvallanna í Anchorage, Juneau, Ketchikan og Fairbank.