India Times skýrir frá þessu. Ástæðan fyrir komu fólksins og vilja þess til að greiða svona hátt verð fyrir flugið var að klukkan fjögur aðfaranótt föstudags fór Indland á rauðan lista stjórnvalda yfir þau lönd sem lokað er á komur farþega, sem hafa verið á Indlandi í tíu daga fyrir komuna, nema þeirra sem eru breskir ríkisborgarar. Klukkan var 03.16 þegar síðasta einkaflugvélin lenti. Ástæðan fyrir þessu banni er auðvitað heimsfaraldur kórónuveirunnar.
Þeir sem völdu að fljúga frekar með áætlunarflugi urðu einnig að reiða háar fjárhæðir af hendi því ekki var svo auðvelt að komast á milli landanna og varð fólk að sætta sig við millilendingar.