Sjónvarpsstöðin NDTV sýndi í gær myndir frá Bihar þar sem lík sáust dregin eftir jörðinni þegar þau voru flutt til brennslu. Ástæðan er að skortur er á börum. „Hjarta mitt grætur fyrir alla ættingja mína og vini i Nýju Delí. Þegar maður hefur verið viðstaddur líkbrennslu losnar maður aldrei við lyktina af látinni manneskju,“ sagði Vipin Narang, prófessor í stjórnmálafræði við MIT í Boston í Bandaríkjunum.
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur hvatt íbúa landsins til að láta bólusetja sig.
Mikill skortur er á sjúkrarýmum, lyfjum og súrefni. Mörg lönd, þar á meðal Bandaríkin, Bretland og Þýskaland, hafa heitið að senda aðstoð til Indlands.
Mörg sjúkrahús eru yfirfull og verða að vísa sjúklingum frá.