fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Dróst alsaklaus inn í rannsóknina á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 05:26

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma í desember 2018 lenti flugvél á Gardemoen flugvellinum í Osló. Um borð í henni var Norðmaður, búsettur í suðurhluta landsins, sem var undir smásjá lögreglunnar. Lögreglan hafði þá í fimm vikur unnið hörðum höndum að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, eiginkonu norska milljarðamæringsins Tom Hagen. Talið var að henni hefði verið rænt af heimili þeirra hjóna í lok október en lausnargjaldskrafa hafði verið sett fram. Mikil leynd hvíldi yfir rannsókninni og hafði ekki verið skýrt opinberlega frá málinu því í lausnargjaldskröfunni kom fram að Anne-Elisabeth myndi verða myrt ef lögreglunni yrði tilkynnt um hvarf hennar.

Farið var fram á greiðslu lausnargjalds í rafmynt sem ekki var hægt að rekja. Lögreglan lagði mikla áherslu á að komast að hver hafði stofnað þá rafmyntareikninga sem greiða átti lausnargjaldið inn á. Þannig komst fyrrnefndur flugfarþegi undir smásjá hennar. Þegar hann gekk frá borði tóku rannsóknarlögreglumenn á móti honum og var hann fluttur beint í yfirheyrsluherbergi í flugstöðinni.

TV2 skýrir frá þessu og hefur eftir manninum að hann hafi ekki fengið miklar upplýsingar um af hverju lögreglan færði hann til yfirheyrslu. Hún stóð í sex til sjö klukkustundir og fékk maðurinn þá að vita að málið snerist um þjófnað á persónuupplýsingum í tengslum við alvarlegt mál sem væri til rannsóknar og væri mannslíf að veði. „Ég áttaði mig á að þetta var mjög alvarlegt,“ sagði maðurinn í samtali við TV2.

Heimili Hagen-hjónanna. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

Ástæðan fyrir að hann var færður til yfirheyrslu var að nafn hans hafði verið notað við skráningu rafmyntareikningsins sem átti að greiða lausnargjaldið inn á. Lögreglan sagði honum að líklega hefði persónuupplýsingum hans verið stolið nokkrum árum áður og síðan hafi þær verið seldar á djúpnetinu. „Ég hef ekki hugmynd um hvenær eða hvernig þetta gerðist,“ sagði maðurinn. Hann fékk ekki vitneskju um að yfirheyrslan yfir honum tengdist hvarfi Anne-Elisabeth fyrr en lögreglan skýrði frá málinu þann 9. janúar 2019.

Hann tengist Tom Hagen, sem er grunaður í málinu, ekki neitt og segist telja að lögreglan hafi afskrifað hann sem málsaðila.

Nokkrum mánuðum eftir yfirheyrsluna fékk hann bréf frá lögreglunni þar sem honum var kynnt að hún hefði hlerað síma hans um tíma. TV2 hefur eftir honum að hann hafi ekkert við það að athuga og að hann hafi fullan skilning á að lögreglan þurfi að sinna starfi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum