Nomadland var valinn besta kvikmyndin og Chloé Zhao, sem leikstýrði myndinni, var valin besti leikstjórinn. Frances McDormand var valin besta leikkona í aðalhlutverki en hún lék einmitt aðalhlutverkið í Nomadland.
Anthony Hopkins var valinn besti karlleikarinn í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Father.
Youn Yuh-jung var valin besta leikkonan í aukahlutverki fyrir Minari og Daniel Kaluuya var valinn besti karlleikarinn í aukahlutverki fyrir Judas an the Black Messiah.
Danska kvikmyndin Druk var valin besta erlenda kvikmyndin.
Handritið að Promising Young Woman þótti það besta. Sound of Metal þótti best klippta kvikmyndin og hún fékk einnig verðlaun fyrir besta hljóðið.
Kvikmyndatakan í Mank þótti sú besta.
Soul þótti besta teiknimyndin og besta stuttteiknimyndin þótti vera If Anything Happens I Love You.
My Octopus Teacher var valin besta heimildarmyndin.
Ma Rainey‘s Black Bottom fékk verðlaun fyrir bestu búningana og bestu förðunina og hárgreiðslu.
Tenet fékk verðlaun fyrir bestu tæknibrellurnar.
Besta lagið í kvikmynd var valið Fight for You úr Judas and the Black Messiah og því fékk Húsavík engin verðlaun.