Simon er 55 ára og býr í Ástralíu en fæddist í Bretlandi. Hann segist hafa verið getinn 1965 þegar Karl var 17 ára og Camilla 18 ára. Hann fæddist 1966 í Portsmouth og segist hafa verið ættleiddur af fjölskyldu sem tengist bresku hirðinni. „Amma mín, sem starfaði fyrir drottninguna, sagði mér margoft að ég væri sonur Karls og Camillu,“ sagði Simon í samtali við 7News.
Í síðustu viku birti hann mynd á Facebook af syni sínum, Liam, og Elísbetu II Bretadrottningu og segir að það sé sláandi hversu lík þau séu.
https://www.facebook.com/simoncharles.doranteday/posts/5391057144302223
Í samtali við 7News sagði hann að hann hafi verið nærri því að falla í yfirlið þegar hann sá myndina. „Elvie (eiginkona hans, innsk. blaðamanns) og mér finnst við sjá svo marga meðlimi konungsfjölskyldunnar í börnum okkar en þetta breytti öllu.“
En hvað finnst þér lesandi góður? Eru líkindi með þeim?