fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Segist vera sonur Karls prins og Camillu hertogaynju – Birtir „sönnunargagn“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. apríl 2021 06:59

Karl og Camilla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hefur Simon Charles Dorante-Day haldið því fram að hann sé sonur Karls Bretaprins og eiginkonu hans, Camillu hertogaynju af Cornwall. Þessar staðhæfingar hans hafa þó ekki hlotið mikinn hljómgrunn fram að þessu en í síðustu viku birti Simon ljósmynd sem hann segir sanna mál sitt.

Simon er 55 ára og býr í Ástralíu en fæddist í Bretlandi. Hann segist hafa verið getinn 1965 þegar Karl var 17 ára og Camilla 18 ára. Hann fæddist 1966 í Portsmouth og segist hafa verið ættleiddur af fjölskyldu sem tengist bresku hirðinni. „Amma mín, sem starfaði fyrir drottninguna, sagði mér margoft að ég væri sonur Karls og Camillu,“ sagði Simon í samtali við 7News.

Í síðustu viku birti hann mynd á Facebook af syni sínum, Liam, og Elísbetu II Bretadrottningu og segir að það sé sláandi hversu lík þau séu.

https://www.facebook.com/simoncharles.doranteday/posts/5391057144302223

Í samtali við 7News sagði hann að hann hafi verið nærri því að falla í yfirlið þegar hann sá myndina. „Elvie (eiginkona hans, innsk. blaðamanns) og mér finnst við sjá svo marga meðlimi konungsfjölskyldunnar í börnum okkar en þetta breytti öllu.“

En hvað finnst þér lesandi góður? Eru líkindi með þeim?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“