fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Pútín kallar herinn frá úkraínsku landamærunum – Skýr skilaboð til umheimsins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. apríl 2021 23:00

Rússneskir hermenn á æfingu á Krímskaga. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn byrjuðu Rússar að flytja hluta af herliði sínu, sem hefur verið við úkraínsku landamærin að undanförnu, á brott. Margir höfðu óttast að þeir hefðu í hyggju að ráðast á Úkraínu en svo virðist sem Pútín, sem er nánast einráður í Rússlandi, hafi verið að senda umheiminum skýr skilaboð með því að senda alla þessa hermenn að landamærunum.

Segja má að þetta hafi verið dýr skilaboð því það er ekki ókeypis að senda tugi þúsunda hermanna og hertól langar vegalengdir. Við þetta bætast síðan refsiaðgerðir af hálfu Bandaríkjanna og neikvæð umfjöllun vestrænna fjölmiðla.

En skilaboðin komust til skila og munu ekki gleymast í Kiev, Washington eða höfuðstöðvum NATO í Brussel á næstunni. Þau eru einfaldlega að Pútín hefur lokaorðið hvað varðar framtíð Úkraínu og að Rússar hafi ekki hugsað sér að sitja aðgerðalausir ef NATO tekur upp á því að lofa Úkraínu aðild. Í sjónvarpsávarpi í síðustu viku varaði Pútín Vesturlönd við að fara yfir þau strik sem Rússland dragi.

En áður en hann ávarpaði þjóð sína og Vesturlönd hafði hann náð því sem hann ætlaði sér. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hafði hringt í hann og boðið honum til leiðtogafundar. Þetta var eiginlega eins og í gamla daga þegar Bandaríkin og Sovétríkin skiptu heiminum á milli sín. Það dró einnig úr spennunni að Pútín fékk að tala á ráðstefnu Biden um loftslagsmál fyrir helgi. Allt þetta var til að draga úr reiði Pútín í garð Biden sem hafði nokkrum vikum áður kallað hann morðingja.

Pútín gaf því varnarmálaráðherra sínum fyrirmæli um að hefja brottflutning hersins fyrir helgi en ráðherrann sagði þó að eitthvað af vopnum verði skilið eftir nærri landamærunum því þau eigi að nota á heræfingu í Hvíta-Rússlandi í sumar.

Með þessu brölti sínu sýndu Rússar að þeir geta hvenær sem er dregið úr átökunum í austurhluta Úkraínu eða bætt í þau en 14.000 manns hafa látið lífið í þeim fram að þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar