fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Indland og Chile gerðu það sem sérfræðingar höfðu varað við – Nánast hamfarir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. apríl 2021 05:15

Frá Indlandi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar segja þróun heimsfaraldurs kórónuveirunnar á Indlandi vera eina þá eldfimustu sem heimsbyggðin hefur staðið frammi fyrir. Víða annars staðar er heimsfaraldurinn einnig á mikilli siglingu þrátt fyrir að milljónir séu bólusett daglega. Chile er einnig athyglisvert dæmi um hvernig hlutirnir geta farið á versta veg.

Ef við höfum lært eitthvað í heimsfaraldrinum þá er það að þróun smita getur verið mjög mismunandi. Á skömmum tíma getur veiran komið yfirvöldum og almenningi mjög á óvart og eina leiðin sem fær er er að herða sóttvarnaaðgerðir til að halda aftur af útbreiðslu hennar. Skiptir þá jafnvel engu að í viðkomandi löngum er búið að bólusetja milljónir manna.

Indland er skýrt dæmi um hvernig þróun faraldursins getur snúist við á skömmum tíma. Sérfræðingar segja stöðuna þar í landi vera eina þá alvarlegustu sem sést hefur síðan faraldurinn hófst. Gríðarlegur fjöldi smita greinist daglega en að auki er talið að fjöldi smitaðra, sem fara ekki í sýnatöku, sé gríðarlega mikill.

Í gær greindust um 350.000 smit í landinu og hafa aldrei verið fleiri í einu landi síðan faraldurinn skall á. Sama dag voru á þriðja þúsund dauðsföll af völdum veirunnar skráð og hafa aldrei verið fleiri á einum degi í landinu. Það er þó rétt að hafa í huga að þrátt fyrir mikinn fjölda smita þá er hlutfall smitaðra á hverja 100.000 íbúa ekki svo hátt eða um 25 miðað við tölur gærdagsins enda býr 1,3 milljarður manna í landinu.

Algjör viðsnúningur

Segja má að staða mála á Indlandi hafi gjörbreyst í mars frá því sem hún var september. Fram að því var Indland stundum sagt vera dæmi um ótrúlega góðan árangur í baráttunni við veiruna. Smitum fækkaði og í febrúar voru staðfest smit um 9.000 á sólarhring sem er auðvitað ótrúlegt miðað við að 1,3 milljarðar búa í landinu.

En nú er staðan allt önnur. Sjúkrahús í Nýju Delí og víðar eru yfirfull og skortur er á súrefni. Segja má að algjör örvænting ríki sumsstaðar og á samfélagsmiðlum kalla sjúklingar, ættingjar þeirra og heilbrigðisstarfsfólk eftir hjálp. „Margir þurfa á súrefni að halda og án þess mun fólk deyja eins og fiskar deyja þegar vatn skortir. Núna er tíminn sem allir eiga að vinna saman,“ skrifaði Saurabh Bhardwaj, stjórnmálamaður, á Twitter í síðustu viku en hann liggur sjálfur á sjúkrahúsi í Nýju Deli og glímir við COVID-19. BBC skýrir frá þessu.

Útgöngubann var víða í gildi um helgina. Mynd:EPA

Það sem fór úrskeiðis á Indlandi er að stjórnmálamenn og almenningur héldu að þjóðin væri komin í örugga höfn því baráttan gekk svo vel lengi. Af þeim sökum var dregið úr viðbúnaði og sóttvarnaaðgerðum. Auk þess dreifðu ný afbrigði veirunnar sér hratt. Sumir sérfræðingar telja raunar að enn sé langt í land með að toppnum verði náð á Indlandi hvað varðar fjölda smita og dauðsföll.

Ekki eina landið

Indland er ekki eina landið sem glímir við erfiða stöðu í heimsfaraldrinum en í nýjustu stöðuskýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO kemur fram að fjöldi nýgreindra smita hafi aukist átta vikur í röð. Frá 12. til 18. apríl greindust 5,2 milljónir smita á heimsvísu og er það met.

Um allan heim fór smitum fjölgandi nema í Evrópu og það sama á við um dauðsföll. „Það liðu níu mánuðir þar til ein milljón manna hafði látist, fjórir til viðbótar þar til tvær milljónir höfðu látist en aðeins þrír mánuðir þar til 3 milljónir höfðu látist,“ segir í stöðuskýrslunni.

Brasilía hefur lengi verið dæmi um nær stjórnlausan faraldur. Í síðustu viku greindust á milli 60.000 og 70.000 smit á dag og rúmlega 3.000 létust á hverjum sólarhring. Brasilíska afbrigði veirunnar, P1, hefur nú breiðst út til nágrannalandanna Venesúela, Úrúgvæ, Paragvæ, Argentínu og Chile.

Erfið staða í Chile

Staðan er erfið í Chile þrátt fyrir að landið hafi verið í fararbroddi á heimsvísu hvað varðar bólusetningu gegn veirunni. Stór hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur með kínverska bóluefninu Sinovac. Samkvæmt frétt The Times þá sögðu vísindamenn í Chile í síðustu viku að bóluefnið veiti „mjög litla“ vörn eftir fyrri skammtinn. Rannsókn, sem 10,5 milljónir manna tóku þátt í, sýnir að bóluefnið hefur aðeins 16% virkni eftir fyrri skammtinn og 67% eftir þann síðari.

Fátt er um fólk á ferð í Santiago eftir að sóttvarnaaðgerðir voru hertar á nýjan leik. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

 

Sérfræðingar segja að Chile sé skólabókardæmi um það sem ekki mátti gera, svipað og Indland. Bæði yfirvöld og almenningur hafi slakað á sóttvörnum og sóttvarnaaðgerðum í þeirri trú að bólusetningar myndu bægja hættunni frá.

Má ekki slaka á sóttvörnum

Jótlandspósturinn hefur eftir Flemming Konradsen, prófessor í alþjóðarheilbrigðismálum við Kaupmannahafnarháskóla, að reikna megi með að faraldurinn haldi áfram að færast í vöxt á Indlandi á næstu vikum en á sama tíma verði þróunin í Evrópu í hina áttina.

Hann sagðist eiga von á að áhrifa bólusetninga fari að gæta sífellt meira í Evrópu og að auki hafi mjög smitandi afbrigði veirunnar, eins og þau brasilísku og suður-afrísku, ekki náð sömu útbreiðslu í Evrópu og á Indlandi og í Suður-Ameríku.

Hann sagði einnig að það væri ekki hægt að leggja of mikla áherslu á mikilvægi þess að viðhalda sóttvarnaaðgerðum á sama tíma og verið er að bólusetja. „Ef það er eitthvað sem við höfum lært, þá er það að það er hættulegt að draga úr viðbúnaðinum. Það má ekki slaka á. Það var gert á Indlandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum